Page 7 - Urridaholt_bæklingur_8_sidur_2014
P. 7
Urriðavatn í fyrirrúmi
Í Urriðaholti er í fyrsta sinn á Íslandi beitt sjálfbærum ofanvatnslausnum í heilu hverfi
Urriðavatn
Urriðavatn er grunnt vatn vestan Urriðaholts, um 13 hektarar að flatarmáli og í 29 –30 m hæð yfir sjó. Urriðavatn ásamt aðliggjandi hraunjaðri og votlendi eru á náttúruminjaskrá auk þess sem svæðið nýtur hverfisverndar samkvæmt aðalskipulagi Garðabæjar. Unnið er að friðlýsingu Urriðavatns sem fólkvangs ásamt Búrfellshrauni frá eldstöðinni Búrfelli alla leið til strandar í Gálgahrauni.
Fjölbreytt lífríki vatnsins
Urriðavatn er sérlega gróskumikið og lífríkt vatn með mikinn einstaklings- og tegundafjölda á íslenskan mælikvarða. Gróðurþekja á setbotninum er mjög mikil og botndýr sem lifa á mjúkum setbotninum einkenna dýralífið. Í vatninu eru hornsíli og urriði. Fjölbreytt gróðurfar er um- hverfis Urriðavatn með ríflega 130 villtar háplöntutegundir. Gróskumikið lífríki Urriðavatns gerir það að ákjósanlegu búsvæði fugla. Yfir 20 tegundir fugla hafa reglulega búsetu í kringum vatnið eða hafa sést þar öðru hvoru, þar á meðal ýmsar tegundir anda og votlendisfugla.
Vatnsbúskapur Urriðavatns
Vatn sem berst í Urriðavatn á að langmestum hluta uppruna sinn sem yfirborðsvatn sem fallið hefur á tveggja ferkílómetra vatnasviði í kringum það og borist um jarðlög og lindir eða á yfir- borði. Innstreymi í vatnið er að mestu úr lindum í votlendi sunnan þess. Tveir lækir falla í vatnið að sunnanverðu. Afrennsli úr vatninu er að mestu um Stórakrókslæk en auk þess sígur grunn- vatnsstraumur frá vatninu í gegnum hraunið norðan þess.
Sjálfbærar ofanvatnslausnir
Byggð umhverfis Urriðavatn er að hluta innan vatnasviðs þess. Til að koma í veg fyrir að vatnsbúskapur svæðisins raskist vegna byggðarinnar er ofanvatn frá henni meðhöndlað til að líkja eftir ferlum náttúrunnar. Í Urriðaholti er í fyrsta sinn á Íslandi beitt slíkum sjálfbærum ofanvatnslausnum í heilu hverfi. Regnvatni og snjó af þökum, götum og bílastæðum er beint í ofanvatnsrásir sem eru meðfram götum og/eða til safnlauta í grænum geirum. Þar sígur vatnið í jörðu og berst til Urriðavatns og votlendisins. Gróið yfirborð ofanvatnsrása og lauta þjóna einnig tilgangi við síun og niðurbrot mengunarefna úr ofanvatninu.


































































































   4   5   6   7   8