Page 6 - Urridaholt_bæklingur_8_sidur_2014
P. 6
Urriðaholt og nágrenni
Áhugaverðir staðir
Fjöldi áhugaverðra staða eru í nágrenni Urriða holts, sem gaman er að staldra við þegar gengið er um svæðið. Víða er að finna fræðsluskilti með fjölbreyttum upplýsingum um náttúru svæðisins og sögu þess. Vandað net gönguleiða í og umhverfis Urriðaholt gerir svæðið einkar aðlaðandi til útivistar.
Búrfellshraun
Hraunið umlykur Urriðaholt ef svo má segja. Það varð til við eldgos í Búrfelli fyrir um 8.000 árum. Hraunið rann frá Búrfelli til norðvesturs og endaði í sjó í Hafnarfirði og Skerjafirði í Gálgahrauni. Búrfellsgjá og Selgjá eru dæmi um áhugaverðar jarðmyndanir sem urðu til þegar hraunið rann. Búrfellshraun er um 18 ferkílómetrar og meðalþykkt þess hefur verið áætluð um 16 metrar. Hraunið hefur mörg örnefni, en jarðfræðiheiti þess er Búrfellshraun.
Sérstaða Heiðmerkursvæðisins
Þetta víðfeðma og gróðursæla útivistarsvæði er steinsnar frá Urriðaholti. Heiðmörkin er jafnframt jarðfræðilega einstök. Sjaldgæft er að finna á einu og sama landssvæðinu hraun, gjár, jarðsig og stór misgengi af völdum landreks. Góðar gönguleiðir er að finna um alla Heiðmörkina, þar á meðal 7 km fallega gönguleið frá Urriðaholti, um Urriðakotshraun, Selgjá og Búrfellsgjá að Búrfelli.
Saga og minjar
Ritaðar heimildir segja frá búsetu í Urriðakoti, í vestanverðu Urriðaholti frá upphafi 16. aldar en mannvistarleifar allt frá 11. öld hafa komið í ljós við fornleifakönnun. Einnig hafa fundist merki um búsetu frá 13. og 14. öld sem bendir til að landið hafi verið nytjað því sem næst samfellt frá því skömmu eftir landnám. Fornminjarnar eru huldar mold og sjást ekki á yfir- borði, en sjá má leifar af síðasta bænum í Urriðakoti sem fór í eyði árið 1958.
Árið 1946 eignaðist félag Oddfellowbræðra jörðina. Eftir að Styrktar- og Líknarsjóður Oddfellowa var stofnaður árið 1956 ánafnaði félagið sjóðnum jörðinni án endurgjalds.


































































































   4   5   6   7   8