Page 4 - Urridaholt_bæklingur_8_sidur_2014
P. 4
Listaverkið Táknatréð stendur á mótum Urriðaholtsstrætis
og Holtsvegar, til móts við hús Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Uppbygging í Urriðaholti
Íbúðarbyggðin
Byggðin í Urriðaholti er blanda fjölbýlishúsa, raðhúsa, einbýlishúsa og parhúsa þar sem lögð er áhersla á fjölbreytileika húsagerða. Fyrstu íbúar í sérbýli fluttu í Urriðaholt árið 2010 og á árinu 2013 hófust framkvæmdir við fyrstu fjölbýlishúsin í hverfinu.
Urriðaholtsskóli
Garðabær er þekktur fyrir metnaðarfullt skólastarf. Ákveðið hefur verið að hefja framkvæmdir við byggingu Urriðaholtsskóla haustið 2014. Í fyrsta áfanga verða um 100 leikskólapláss og rými fyrir um 250 börn í 1. til 10. bekk. Fullbyggður mun skólinn rúma sex deilda leikskóla með um 120 heilsdagsplássum og grunnskóla fyrir allt að 700 börn. Samhliða er gert ráð fyrir íþróttamannvirkjum og sundlaug. Skólinn tekur til starfa haustið 2016 en fram að því geta for- eldrar barna í Urriðaholti valið hvaða skóla í Garðabæ þau sækja.
Fyrsta flokks samgöngur
Í Urriðaholti eru fyrsta flokks samgöngur. Greið aðkoma er um mislæg gatnamót við Reykja- nesbraut til allra átta á höfuðborgarsvæðinu, sem tryggir skjóta vegferð að heiman og heim.
Glæsilegur golfvöllur
Fyrir þá sem unna golfíþróttinni er einn besti golfvöllur landsins, Urriðavöllur, í göngufæri við Urriðaholt.


































































































   2   3   4   5   6