Leikskóli við Holtsveg 20

Við Holtsveg 20 verður byggður leikskóli fyrir um 100 börn. Skólalóðin er 6.176 fermetrar og verður hús leikskólans á tveimur hæðum, alls 1.200 fermetrar. Aðkoma að efri hæð leikskólans er frá Holtsvegi og verða þar bílastæði fyrir foreldra og starfsmenn.

Leikskólalóðin fyrir neðan húsið opnast út að grænu svæði sunnan megin, sem liggur frá efri hluta holtsins í átt að Kauptúni. Lóðin stendur í halla og er gott útsýni frá henni til vesturs og suðurs. Gangstígar eru meðfram lóðinni og verða þeir tengdir aðalinngangi leikskólans. Við hönnun byggingarinnar, lóðar og leiksvæða verður leitast við að mynda sólrík og skjólrík svæði fyrir ríkjandi vindáttum.

Leikskólinn við Holtsveg kemur til viðbótar við leikskólann sem tók til starfa í Urriðaholtsskóla í apríl 2018. Sá leikskóli stækkar eftir þörfum hverfisins og verða þar alls 120 heilsdagspláss.

Urriðaholt Leikskólamerking apríl 2018 0984
Leikskólinn við Holtsveg 20 verður staðsettur á svipuðum stað og guli krossinn sýnir. Myndin er tekin í apríl 2018.