Háholtið

Háholt Urriðaholts ásamt Urriðaholtsskóla, íþróttaðstöðu og sundlaug er ætlað að vera miðja Urriðaholts.

Háholtið skiptist í þrjá hluta. Vestan til er frátekin lóð fyrir samfélags- og/eða menningartengda starfsemi, austan til verða íbúðir og í miðju verður félagsheimili Oddfellowreglunnar ásamt skrifstofum og þjónustustarfsemi. Framkvæmdir við íbúðabyggð munu hefjast í ársbyrjun 2018 og gert er ráð fyrir að undirbúningur framkvæmda við félagsheimili Oddfellow hefjist fljótlega í framhaldinu.